138. löggjafarþing — 30. fundur,  24. nóv. 2009.

viðvera ráðherra.

[14:45]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Frú forseti. Ég biðst velvirðingar á því að hafa farið fram úr tíma mínum en ég sá að ég varð að koma upp aftur og klára það sem ég ætlaði að segja. Frú forseti hefur ekki svarað orðum hv. þm. Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og því vil ég ítreka þá beiðni að hlé verði gert á fundinum og fjárlaganefnd hittist og fái á fund sinn lögfræðingana Ragnar Hall og Stefán Má Stefánsson og Evrópusérfræðinginn, sem er einn helsti sérfræðingur í vaxtamálum og peningamálum innan Evrópusambandsins, Daniel Gros til að ræða þá greinargerð sem hann hefur nú komið fram með. Við hljótum að telja að þetta sé það stórt mál og mikilvægt að skoða þurfi nýjar ábendingar eða nýjar upplýsingar sem komið hafa fram þannig að ég óska eftir (Forseti hringir.) svörum frá hæstv. forseta um það hvernig forseti hyggst bregðast við þessum óskum.