138. löggjafarþing — 30. fundur,  24. nóv. 2009.

viðvera ráðherra.

[14:55]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Ég held að þær tillögur sem komið hafa fram um að málið verði tekið aftur inn í þær nefndir sem um það hafa fjallað séu mjög málefnalegar og sanngjarnar. Það var auðvitað á það bent í upphafi þessarar umræðu að bæði í efnahags- og skattanefnd og í fjárlaganefnd hefði málið verið tekið út án þess að fullnægjandi umfjöllun hefði átt sér stað og það auðvitað eitt hefði gefið tilefni til að fresta umræðunni þar til viðunandi málsmeðferð hefði átt sér stað innan þeirra nefnda. Enn er möguleiki til að bæta úr þessu vegna þess að þingsköp heimila að mál séu kölluð til nefnda á meðan á umfjöllun þeirra stendur, t.d. í miðri umræðu. Það er full heimild til að gera hlé á umræðu til að mál gangi til nefnda og ég held að það yrði til að greiða fyrir umræðunni og málsmeðferðinni í heild ef það verklag yrði haft uppi frekar en (Forseti hringir.) að keyra málið áfram eins og stjórnarmeirihlutinn virðist hafa í hyggju.