138. löggjafarþing — 30. fundur,  24. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[15:54]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þm. Birgi Ármannssyni fyrir mjög fræðandi og gagnlega ræðu þar sem fram kom einmitt mikið af upplýsingum, sem maður hefur verið að sjá svona hér og þar, á einum punkti og var gagnlegt

Mig langaði að spyrja hv. þingmann hvort hann telji það rétt ályktað sem hæstv. fjármálaráðherra sagði hér þegar málið var lagt fram, að það væri nánast ekkert svigrúm til breytinga, hvort hann telji að það standi enn og hvort það sé alveg sama hvað við segjum og gerum og hvaða rök við komum með fyrir göllunum á þessu frumvarpi, það sé hreinlega ekkert svigrúm til breytinga, og hvort það sé kannski ástæðan fyrir því að enginn af þingmönnum stjórnarliðanna situr hérna. Hér er enginn frá Vinstri hreyfingunni – grænu framboði — kannski finnst þeim engin ástæða til að hlusta á gagnrýni eða koma með einhver svör við henni — og það er einn þingmaður hérna frammi frá Samfylkingunni.