138. löggjafarþing — 30. fundur,  24. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[15:56]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (andsvar):

Frú forseti. Telur hv. þm. Birgir Ármannsson að það mundi vera gagnlegt að fá svör við því frá hæstv. fjármálaráðherra hvort það sé svigrúm til breytinga á málinu? Telur hann að það sé mikilvægt? Eins og hefur komið fram er fólk með áhyggjur af því að það hafa komið fram svo margar nýjar upplýsingar að það sé nauðsyn að fá að fjalla um það í nefndunum. Ég tel að það sé gríðarlega mikilvægt, og við höfum kallað eftir því frá því í sumar að skipuð verði þingmannanefnd sem færi til breska þingsins og hollenska þingsins og skýrði stöðu okkar. Telur hv. þingmaður að það sé mikilvægt í þessari stöðu?