138. löggjafarþing — 30. fundur,  24. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[16:01]
Horfa

Forseti (Þuríður Backman):

Forseti vill taka fram, eins og kom fram fyrr undir þessum dagskrárlið, að þeim ábendingum og óskum hefur verið komið á framfæri við formenn viðkomandi nefnda. Verði einhverjar breytingar á dagskránni verður það tilkynnt. Þetta er eina málið á dagskrá í dag og önnur mál verða ekki tekin á dagskrá í dag þannig að forseti leggur til að umræðan haldi áfram þar til í ljós kemur hvort hlé verður gert í samráði við nefndarformenn eða þingflokksformenn eða aðra sem um málið fjalla.