138. löggjafarþing — 30. fundur,  24. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[17:11]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég vona að hæstv. forseti hafi ekki misskilið það sem ég var að segja. Ég lagði til að skoðað yrði að fresta málinu og það er aldeilis um fundarstjórn forseta. Forseti tekur þá ákvörðun um að fresta þessu máli vegna þess að þrýstingurinn á málið er horfinn, frú forseti. Sá mikli þrýstingur sem menn héldu fram í sumar og eiginlega alla tíð, kúgun og þrýstingur erlendra ríkja og ríkjasambanda, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Evrópusambandsins, Breta og Hollendinga og Norðurlandaþjóðanna, er horfinn þannig að þetta skiptir verulegu máli um fundarstjórn forseta.