138. löggjafarþing — 30. fundur,  24. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[20:55]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þm. Pétri H. Blöndal fyrir að flytja góða ræðu eins og hans var von og vísa. Ég hef þó áhuga á að spyrja út í nokkur atriði.

Hv. þingmaður nefndi áhættu sem tekin er í ljósi óvissu um verðbólgu eða verðhjöðnun í Bretlandi. Er hv. þingmaður ekki sammála því að jafnvel þó að töluverð verðbólga yrði í Bretlandi þyrfti í raun verðbólga þar að vera meiri eða hærri en verðbólga á Íslandi vegna þess að verðbólga á Íslandi á sama tíma mundi fella gengi krónunnar, krónan yrði minna virði, og það mundi vega upp verðbólguna í Bretlandi? Ég hygg að sjaldan hafi raunin verið að verðbólga hafi verið hærri í Bretlandi en á Íslandi á sama tíma.

Hitt er það sem hv. þingmaður nefndi varðandi heildarsekt þjóðarinnar. Af því að ég sé að tími minn er útrunninn ætla ég að spyrja hann nánar út í það í næsta andsvari.