138. löggjafarþing — 30. fundur,  24. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[21:08]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þm. Pétri H. Blöndal fyrir alveg frábæra ræðu. Mig langaði að spyrja hv. þingmann hvort hann telji að enn sé tími til að skipa þingnefnd sem færi t.d. í breska þjóðþingið. Það hefur verið boðið að skipuleggja slíka fundi þar sem við kynntum stöðu okkar. Telur hann að það sé enn þá tími og einhver ástæða til að fara og kynna fyrir öðrum þingum eins og í Hollandi, Bretlandi og á Norðurlöndunum hver okkar staða er?