138. löggjafarþing — 30. fundur,  24. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[21:56]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. forseta þær upplýsingar um fundartíma sem hún gaf, svo langt sem þær ná. Ég verð reyndar að vekja athygli á því að allmargir og sennilega flestir þingmenn hófu vinnudaginn klukkan 8:30 í morgun með nefndafundum og eiga sambærilegan dag fyrir höndum á morgun. Að sama skapi er ljóst miðað við hvernig mælendaskrá stendur í þessu máli að við eigum eftir að ræða þetta mál við töluvert mörg önnur tækifæri en hér í kvöld. Þess vegna verð ég að koma þeirri athugasemd á framfæri við hæstv. forseta að það væri við hæfi og í anda góðra vinnubragða hér í þinginu að stytta frekar fundartímann í kvöld en lengja hann enda eins og margoft hefur komið fram í þessari umræðu — og enginn hefur gert tilraun til þess að mótmæla — er ekkert sem liggur á í þessu máli.