138. löggjafarþing — 30. fundur,  24. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[23:04]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég vil taka undir orð síðasta ræðumanns, hv. þm. Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Þótt það sé mikil ánægja að hafa hæstv. utanríkisráðherra hér í salnum væri ekki síður skemmtilegt ef hæstv. fjármálaráðherra og forsætisráðherra deildu ráðherrabekknum með hæstv. utanríkisráðherra.

Í ljósi þeirrar tillögu sem reifuð hefur verið nokkrum sinnum af hálfu hv. þm. Birgittu Jónsdóttur vil ég leggja til að á morgun muni hæstv. utanríkisráðherra taka af skarið og tilkynna að hann sé tilbúinn til að láta eitthvað af þessum aurum sem hann fékk varðandi umsóknina að Evrópusambandinu af hendi rakna til þessa góða málefnis og málstaðar sem hv. þingmaður talaði um, að senda vaska sveit þingmanna til að kynna málstað Íslands.

(Forseti (RR): Forseti biður hv. þingmann vinsamlegast um að ræða fundarstjórn forseta.)