138. löggjafarþing — 32. fundur,  26. nóv. 2009.

tilhögun þingfundar.

[10:34]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Þetta gengur ekki lengur. Hér hefur verið fallist á í nokkur skipti að halda þinginu fram á kvöld til að ræða þetta mál en langflestir stjórnarliðar, svo ekki sé minnst á ráðherrana, hafa ekki séð ástæðu til að láta sjá sig í þeim umræðum. Þeir hafa farið eitthvert allt annað að gera einhverja allt aðra hluti. (Gripið fram í.) Hér kallar hæstv. utanríkisráðherra fram í sem hefur verið hér á vappi en lítið tekið til máls og látið ljós sitt skína í þessu máli og hefur enga skoðun haft á því. (Gripið fram í.) Það er ekki boðlegt fyrir þingmenn að þeir séu látnir sitja hér í því máli sem ríkisstjórnin gengst þó við að sé líklega eitt hið stærsta sem Alþingi hefur þurft að takast á við. Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru látnir sitja langt fram á kvöld og ræða málin til þess eins að ljúka því af. Ég segi enn að stjórnin hefur engan áhuga á að hlusta á eða kynna sér út á hvað þetta mál gengur raunverulega.