138. löggjafarþing — 32. fundur,  26. nóv. 2009.

tilhögun þingfundar.

[10:35]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Hæstv. utanríkisráðherra greip fram í og sagði að hann hefði alla vega tekið þátt í þessari umræðu. Frá því að við byrjuðum að ræða þetta Icesave-mál hefur helmingur ráðherra tekið til máls. Og nú í 2. umr. á Icesave-málinu hafa þrír þingmenn Vinstri grænna, fyrir utan flutningsmanninn, hæstv. fjármálaráðherra, tekið til máls og átta samfylkingarmenn. Ég geri því ráð fyrir því að þeir sem hafa í hyggju að samþykkja þennan kvöldfund hafi áhuga á því að taka þátt í umræðunni og muni þá setja sig á mælendaskrá.