138. löggjafarþing — 32. fundur,  26. nóv. 2009.

tilhögun þingfundar.

[10:36]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Það er ekki hægt að halda því fram að ríkisstjórnin hafi ekki komið sjónarmiðum sínum á framfæri. Ég kom fram sjónarmiðum a.m.k. fyrir mína hönd og minna vandamanna í ræðu við 1. umr. (Gripið fram í.) þar sem ég reifaði öll þau sjónarmið sem við í Samfylkingunni töldum þurfa að koma á framfæri. Sama hefur hæstv. fjármálaráðherra gert. Þetta er nefnilega ekki spurning um fjölda heldur gæði, hv. þingmaður. (Gripið fram í.) Hins vegar virði ég fullkomlega rétt stjórnarandstöðunnar til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og ef hún þarf mikinn tíma til þess tel ég alveg sjálfsagt að við tökum daga og nætur til þess. Ég tel það alveg sjálfsagt ef þess er þörf, vegna þess að hér eru önnur mikilvæg mál undir sem stjórnarandstaðan er bersýnilega að reyna að halda frá umræðu, að við verðum hér fram til jóla, milli jóla og nýárs og í byrjun janúar. Það er alveg sjálfsagt. (Forseti hringir.) Ríkisstjórnin hefur lagt fram þessi mál, hún telur að þau séu mikilvæg og stjórnarandstaðan hlýtur að vilja láta (Forseti hringir.) lýðræðislegan vilja þingsins koma fram.