138. löggjafarþing — 32. fundur,  26. nóv. 2009.

tilhögun þingfundar.

[10:47]
Horfa

Jón Gunnarsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það fer kannski best á því að hæstv. ríkisstjórn sé ekki mikið viðstödd þessa umræðu. Hún virðist ekki þurfa að taka málefnalega umræðu um þetta mál. Forustumenn hennar voru alla vega tilbúnir til að keyra málið í gegn í skjóli nætur snemma í sumar og hafa ekki hlustað neitt á þær breytingartillögur eða annað sem hefur farið fram í þingsölum síðan þannig að þeir geta verið heima hjá sér. En ég vil hvetja þá stjórnarþingmenn sem þó hafa viljað taka á þessu máli af ábyrgð til að vera viðstaddir þessa umræðu og koma með okkur í þá vinnu sem fór fram í sumar. Og þótt reynt sé að fara með málið í gegn í skjóli nætur af hálfu þessarar ríkisstjórnar ítreka ég þá tillögu mína að þessu verði útvarpað þannig að þjóðin megi verða vitni að því (Gripið fram í.) allan sólarhringinn, (Gripið fram í.) ef við þurfum að funda hér, hverjir tala (Gripið fram í.) um málið, hverjir (Forseti hringir.) taka til máls (Gripið fram í.) og hvernig skoðanaskipti eiga sér stað.