138. löggjafarþing — 32. fundur,  26. nóv. 2009.

tilhögun þingfundar.

[10:57]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það var svo sem ekki við öðru að búast af hæstv. samgönguráðherra en að þar kæmu brigsl um óheiðarleg vinnubrögð og annað slíkt vegna þess að þannig hefur hans pólitíska barátta alltaf verið, að baktala fólk og annað slíkt. (Gripið fram í.) (Gripið fram í.)

Ég hefði mikla ánægju af því að eiga orðastað við hæstv. samgönguráðherra um efnisatriði þessa máls ef hann léti einhvern tíma sjá sig í salnum meðan þessi umræða stendur yfir. (Gripið fram í: Heyr.) Það er það sem við förum fram á. Ég þarf ekki að hlusta frekar á það sem stjórnarliðar hafa að segja um þetta mál. Þeir virðast ekki hafa neinar skoðanir á málinu en það sem ég segi stjórnarliða er þetta: Hlustið á þær röksemdir sem við stjórnarandstæðingar erum með, sem við endurspeglum frá sérfræðingum (Forseti hringir.) úti í samfélaginu.