138. löggjafarþing — 32. fundur,  26. nóv. 2009.

tilhögun þingfundar.

[11:04]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hæstv. fjármálaráðherra fyrir hreinskilnina. Hann lagði áherslu á það að hér er algert stjórnleysi hjá ríkisstjórninni og við séum fyrst núna 26. nóvember að sjá einhver mál. Hann nefndi það að þetta væri sjálfsagt sem hv. þm. Atli Gíslason taldi í vor að væru brot gegn þingsköpum, brot gegn skýrum löggjafarvilja og brot gegn skilgreiningum í frumvarpi um þingsköp. Kaldhæðnin var hins vegar sú að hann vildi ekki hafa það fólk sem var búið að vinna í Icesave í allt sumar og í allt haust með sér á sjó eða við sauðburð, enda kannski hans helsti háseti, hann sendi hann á sjó meðan við hin vorum að vinna þetta. Ég held að það segi nokkuð um stöðuna á stjórnarheimilinu. Spurningin er því sú hvort þeir aðilar sem eiga að vinna þessa vinnu fyrir hönd stjórnarliða séu að vinna nákvæmlega þau störf sem hann nefndi hér en ekki að vinna vinnuna sína sem er að ræða um Icesave og fara yfir það mál.