138. löggjafarþing — 32. fundur,  26. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[12:52]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Áhættan sem felst í því að samþykkja ekki þennan samning er sú að það gerist ekkert. Það er stóra áhættan að það gerist ekkert og að hér verði viðvarandi efnahagsvandi. Líkurnar á því að við komumst út úr efnahagsvandanum aukast ef við samþykkjum þennan samning (Gripið fram í.) og vinnum okkur síðan í áliti. Við þurfum nauðsynlega á betra áliti og virðingu og trausti annarra þjóða að halda. Að því eigum við að vinna og nota sjö ára griðin sem gefast í það og í það að ræða um regluverk Evrópusambandsins hvað þetta varðar.

Áhættan er sú að hér gerist ekkert, hv. þingmaður.