138. löggjafarþing — 32. fundur,  26. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[16:19]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það var fínt að spurning um Brussel-viðmiðin kom fram, því mér gafst ekki tækifæri til að ræða þau í ræðu minni áðan.

Þegar Ragnhildur Helgadóttir stjórnskipunarfræðingur var kölluð á fund fjárlaganefndar benti hún einmitt á þá braut sem Alþingi virðist vera á að hunsa þær þingsályktunartillögur og lög sem eru sett á Alþingi. Það er nú ekkert annað en að stjórnskipunarfræðingur hefur áhyggjur af því hvernig farið er með valdið hér á Alþingi. Hún benti á að að vissulega væri umhugsunarvert að hvergi væri að finna í því frumvarpi sem nú liggur fyrir þau ákvæði sem hingað til hafa verið kölluð Brussel-viðmið og voru samþykkt á haustdögum 2008, skömmu eftir hrunið, þau væri hvergi að finna í þessu frumvarpi. Hún brýndi þingmenn í þá átt að bera sjálfir virðingu fyrir lögum sem Alþingi setti, bera sjálfir virðingu fyrir þeim þingsályktunartillögum sem Alþingi setur og hún fór með okkur aftur á bak í tímann, til þingsályktunartillögunnar, í lögin frá því 28. ágúst og var að hugsa um það á hvaða leið Alþingi væri með því að hunsa (Forseti hringir.) það sem hér er samþykkt og þá voru Brussel-viðmiðin mjög ofarlega á blaði hjá henni.