138. löggjafarþing — 32. fundur,  26. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[17:00]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla að umorða spurningu mína þar sem ekki kom svar við henni. Það stendur í grein 3.3.3 og 3.3.4 í viðaukasamningunum, þ.e. sá skilningur að samningsaðilar staðfesta að þótt fallið sé frá friðhelgisréttindum og ákvæðinu um náttúruauðlindirnar í Icesave-samningunum sjálfum, minni ég hæstv. forsætisráðherra á það að samningsaðilar eru breska ríkið, hollenska ríkið og íslenski innstæðutryggingarsjóðurinn. Íslenska ríkið er ekki aðili að þessum samningi. Og þó að það komi fram í viðaukasamningi við Icesave-samninginn að samningsaðilar hafi þennan skilning eru það breskir dómstólar sem koma til með að dæma í ágreiningi sem kemur upp og ég minni hæstv. forsætisráðherra á að það er ákvæði í breskum lögum frá 1978 sem ryður burtu friðhelgisréttindum þjóða sé undir þau skrifað að ákvæðinu sé rutt í burtu og svo sannarlega var friðhelgisréttindum Íslendinga rutt í burtu í Icesave-samningunum og það stendur þannig enn.