138. löggjafarþing — 32. fundur,  26. nóv. 2009.

skattamál, viðvera ráðherra og framhald kvöldfundar.

[20:22]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr):

Frú forseti. Ég vil mótmæla þessum næturfundi einfaldlega vegna þess að ég er einmitt ein af þeim fjölmörgu þingmönnum sem þurfa að mæta á fund kl. hálfníu í fyrramálið. Ég var rétt áðan að fá gögnin fyrir þann fund. Ég þarf líka að fara yfir allt það efni sem var að koma frá hæstv. ríkisstjórn varðandi þau frumvörp sem hún vill leggja fram. Hvernig stendur á því að gera á þessa vinnu okkar þannig að ekki er hægt að vinna hana? Eigum við að taka ákvarðanir hérna í blindni? Var ekki farið fram á það að við yrðum upplýst sem þingmenn hérna? Hvers konar lýðskrum er þetta eiginlega?