138. löggjafarþing — 32. fundur,  26. nóv. 2009.

skattamál, viðvera ráðherra og framhald kvöldfundar.

[20:23]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Frú forseti. Hv. þm. Árni Þór Sigurðsson gerði athugasemd við að við værum að gera kröfu um viðveru ráðherra. Ég segi: Ég ætla að halda áfram að gera kröfu um viðveru ráðherra og það sem meira er, ég ætla að gera kröfu um að hæstv. ráðherrar svari því þegar ég spyr þá spurninga.

Einnig vil ég óska náðarsamlegast eftir því, frú forseti, að þú getir upplýst okkur um það hvort við getum … (Forseti hringir.)

(Forseti (ÁRJ): Hv. þingmaður talar ekki við forseta í 2. persónu heldur í 3. persónu.)

… upplýst mig, frú forseti, sagði ég. (Gripið fram í: Nei.) Ó, afsakið, frú forseti, ég biðst formlega afsökunar á þessu. Ég ætlaði að biðja hæstv. forseta náðarsamlegast að upplýsa þingheim um það hvenær þessum fundi í nótt muni ljúka. Það hefur verið rætt um fjölskylduvænan vinnustað hér.

Get ég látið eiginmann minn vita hvenær um miðja nótt ég fæ að kíkja á (Forseti hringir.) litlu drengina mína sofandi? Ég bið hæstv. forseta náðarsamlegast að upplýsa það.