138. löggjafarþing — 32. fundur,  26. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[21:36]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég ætla að höggva í sama knérunn, en fyrst ætla ég að þakka hæstv. efnahags- og viðskiptaráðherra fyrir að sitja undir þessari umræðu. Hæstv. ráðherra hefur væntanlega heyrt hrópin í mér í fyrradag og er kominn í salinn núna.

Trekk í trekk er hér umræða um þetta stóra og merkilega mál, sem Icesave-málið er, þar sem stjórnarliða vantar í salinn. Þeir virðast ekki hafa áhuga á að heyra röksemdafærslu stjórnarandstöðunnar í þessu máli og láta sig þar af leiðandi algjörlega vanta, hvað þá að þeir hafi skoðanir á því sjálfir og taki til máls. Ég skora því á virðulegan forseta, (Forseti hringir.) að reyna að hóa liði sínu í salinn.