138. löggjafarþing — 32. fundur,  26. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[21:40]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég kom á framfæri áðan ábendingu til þess forseta sem þá sat á stóli að þingsköp heimila ráðherrum að taka til máls og forseta að gefa þeim svigrúm til að komast inn á dagskrána ef málin varða þá og getur forseti hliðrað til mælendaskránni til þess að gera það. Við höfum notið þess í kvöld að hafa hæstv. efnahags- og viðskiptaráðherra hér. Málið er augljóslega á hans málefnasviði, auk þess sem það snertir auðvitað málefnasvið fleiri ráðherra. Ég vildi bara koma þeirri ósk aftur á framfæri við forseta að hún gefi hæstv. efnahags- og viðskiptaráðherra tækifæri til að koma hér upp og rökstyðja hvers vegna hann telur að við þingmenn eigum að samþykkja það frumvarp sem hér (Forseti hringir.) liggur fyrir, því að hann stendur auðvitað á bak við það sem ráðherra í ríkisstjórn.