138. löggjafarþing — 32. fundur,  26. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[21:52]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Við ræðum hér eitt mikilvægasta mál Íslandssögunnar og því er mér mjög hugleikið að fólk mæti í umræðuna undirbúið og vel upp lagt. Ég óska hér með enn og aftur eftir því að frú forseti upplýsi þingheim um það hversu lengi standi til að halda þessum fundi gangandi fram eftir kvöldi eða hugsanlega inn í nóttina, eins og einhverjir þingmenn halda fram. Ágætt væri að fá það fram hér í umræðunni hvort það er hugmynd frú forseta að fara að tillögu hæstv. utanríkisráðherra um að fundur standi til klukkan sex í nótt. Ég veit ekki hversu mikil völd hæstv. utanríkisráðherra hefur á stjórnun þingsins en þessari hugmynd var varpað hér fram og hv. formaður fjárlaganefndar greip hana á lofti og kallaði, heyrðist mér, úr hliðarsal að það væri meiningin. Þannig að ef það er málið, frú forseti, væri gott að fá það staðfest, þá gæti maður alla vega mælt (Forseti hringir.) sér mót við fólk upp úr klukkan sex í nótt.