138. löggjafarþing — 32. fundur,  27. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[00:15]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta var algerlega hreint með ólíkindum þegar hæstv. forsætisráðherra kom fram í dag í ræðu sinni grá fyrir járnum, hótandi með hræðsluáróðri hörðum frostavetri og ég veit ekki hvaða orða hún greip til. Þetta er sama gamla sagan, hóta og hóta, stunda hótunarstjórnmál. Það væri óskandi að hún sýndi þessa hörku gagnvart Bretum og Hollendingum í stað þess að lúta í gras í hvert skipti sem berst bréf yfir hafið eða í gegnum tölvuna hjá henni. Það er alveg hreint með ólíkindum hvernig þetta er. Hvað hún hefur fyrir sér í þessu, ég held að það sé ekki neitt sem standi þarna að baki því að okkur hefur verið hótað í allt sumar og allt haust, eins og hv. þingmaður kom inn á, og við erum enn standandi í lappirnar, íslensku bankarnir opnir, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur tekið okkur til endurskoðunar. Það hefur allt gengið eftir. Þetta eru hótanir.

Herra forseti. Að lokum ætla ég að segja að það gleður mig mjög mikið að klukkan er orðin korter yfir 12 í þessu fjölskylduvæna Alþingi.