138. löggjafarþing — 33. fundur,  27. nóv. 2009.

slökkvilið Reykjavíkurflugvallar.

[10:44]
Horfa

samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (Kristján L. Möller) (Sf):

Virðulegur forseti. Ég bið hv. þingmann að fara í huganum einn hring á alla flugvelli landsins, ekki bara Reykjavíkurflugvöll og ekki bara Keflavíkurflugvöll heldur ýmsa aðra flugvelli þar sem haldið er uppi áætlunarflugi. Þeir eru bæði stórir og litlir og við þekkjum hvernig þetta er gert á mörgum stöðum á landinu, það eru ekki allt hámenntaðir slökkviliðsmenn sem þar eru, það geta verið flugöryggisverðir sem hafa farið í gegnum námskeið og annað, þannig að það er allur gangur á því hvernig þetta er. En aðalatriðið er að Flugstoðir eru að vinna þessa vinnu og við höfum það öryggiskerfi af Flugmálastjórn (Gripið fram í.) Íslands að þar er passað upp á það að öryggi flugfarþega sé ekki stefnt í hættu.