138. löggjafarþing — 33. fundur,  27. nóv. 2009.

kostnaður vegna bankaráðsmanns í Seðlabanka.

[10:45]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Mig langar að spyrja hæstv. efnahags- og viðskiptaráðherra út í málefni Seðlabankans. Eftir að fulltrúi Framsóknarflokksins í bankaráði Seðlabankans hafði sagt af sér í fyrrahaust var kosinn nýr bankaráðsmaður, Daniel Gros, að tillögu Framsóknarflokksins, sem er eftir því sem ég best veit framkvæmdastjóri ráðgjafarfyrirtækisins Centre for European Policy Studies í Belgíu og er sjálfsagt mjög vel hæfur til starfans. (Gripið fram í.) Það hlýtur hins vegar að vera einhver aukakostnaður af því að hafa erlendan mann í bankaráði Seðlabankans, það er ferðakostnaður, kostnaður við þýðingar og jafnvel túlkun á fundum bankaráðsins (Gripið fram í.) nema töluð séu erlend mál þessa dagana. (EyH: Það kostar ansi …) Mig langar til að spyrja hæstv. ráðherra hvort hann hafi upplýsingar um hvort það sé einhver aukakostnaður af því og þá hver beri þann kostnað.