138. löggjafarþing — 33. fundur,  27. nóv. 2009.

kostnaður vegna bankaráðsmanns í Seðlabanka.

[10:48]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég þakka fyrir svarið. Ég vil taka fram að ég hef ekkert á móti erlendum mönnum. Ég efast heldur ekki um hæfni þessa manns til að sitja í þessu ráði. Mér finnast þetta hins vegar vera upplýsingar sem við eigum að hafa í þinginu, hvað það kostar okkur þegar við veljum erlenda menn til starfa eins og í bankaráðið. (Gripið fram í.) Ég dæmi þetta ekki að neinu öðru leyti (Gripið fram í.) en það virðist vera (Gripið fram í.) að þetta sé aukakostnaður upp á eitthvað 5 millj. kr. á ári og þá vitum við það.