138. löggjafarþing — 33. fundur,  27. nóv. 2009.

vextir af Icesave.

[10:53]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Mér finnst bara sjálfsagt, virðulegi forseti, að nefndin fái þær upplýsingar sem hún kallar eftir í þessu efni og sé ekki af hverju ætti að vera einhver feluleikur í kringum það. Það fer auðvitað eftir því hvernig menn horfa á þessi mál hvort er hagstæðara. Ef eign t.d. innheimtist hratt í þeirri vaxtastöðu sem við erum í gæti verið hagstætt að vera með breytilega vexti. Eins og ég tel að mál muni þróast og Seðlabankinn hefur gert er hagstæðara að vera ekki með breytilega vexti. En mér finnst það eðlilegt og sé ekki neitt því til fyrirstöðu að gefa nefndinni þessar upplýsingar þannig að hún sé þá fær um að meta þessa kosti sem þarna eru uppi. Það verður þá að koma í ljós ef það er ekki hægt.