138. löggjafarþing — 33. fundur,  27. nóv. 2009.

ræðutími í óundirbúnum fyrirspurnum o.fl.

[11:06]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Frú forseti. Ég vil taka til máls undir liðnum um fundarstjórn forseta vegna þess að ég játa það að mér varð á áðan að tala örlítið fram yfir þann tíma sem mér var ætlaður og hæstv. forseti benti mér í allri vinsemd á það. En það vakti athygli mína að hæstv. forsætisráðherra gerði slíkt hið sama og talaði jafnvel örlítið lengur en ég talaði. (Gripið fram í: Nei.) En hæstv. forseti sá ekki ástæðu til þess (Gripið fram í: Nei, nei, nei.) að benda hæstv. forsætisráðherra á það þannig að ég vildi í fullri vinsemd benda hæstv. forseta á þetta og hvet hana til að vera vakandi yfir öllum ræðumönnum.