138. löggjafarþing — 33. fundur,  27. nóv. 2009.

ræðutími í óundirbúnum fyrirspurnum o.fl.

[11:20]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf):

Frú forseti. Það er rétt sem hér hefur komið fram að það er auðvitað ástæða fyrir öllum greinum þingskapa sem við störfum eftir, ekki síst 78. gr. þar sem fjallað er um að ef þingmaður talar óvirðulega um forseta Íslands eða ber þingið eða ráðherra eða einhvern þingmann brigslyrðum eða víkur með öllu frá umræðuefni. Ég segi þetta í tilefni af þeirri umræðu núna rétt áðan um ástæður til að kanna þau ummæli sem fallið hafa í þinginu í sumar. Ég tel fulla ástæðu til þess vegna þess að hér hafa ekki einungis fallið brigslyrði, brigsl eru það þegar hlutir eru sagðir með óbeinum hætti, hér hafa hreinlega fallið orð eins og „landráðamaður“ og eins og „svik við þjóðina“, orð sem er full ástæða fyrir forsætisnefnd þingsins að fara yfir og taka á. Ég óttast að það komist enginn agi (Forseti hringir.) og engin háttvísi í ræður okkar fyrr en tekið verður á því hvernig fólk hagar máli sínu.