138. löggjafarþing — 33. fundur,  27. nóv. 2009.

ræðutími í óundirbúnum fyrirspurnum o.fl.

[11:25]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Það er rétt hjá hæstv. utanríkisráðherra að hér fór fram atkvæðagreiðsla sem fór með þeim hætti sem hann lýsti, stjórnarliðar felldu þá tillögu sem við í stjórnarandstöðunni lögðum fram um breytta dagskrá Það kom hins vegar ekki fram með neinum skynsamlegum eða skýrum hætti á hvaða grunni sú ákvörðun meiri hluta stjórnarliða var byggð, hvaða rök stóðu til þess af hálfu hv. stjórnarliða að fella þessa tillögu. Tillagan byggði á hugmyndinni um skynsamlegt verklag í þinginu en eins og ég sagði í umræðum í þinginu í gær virðist stjórnarmeirihlutinn rekinn áfram af þrjósku en ekki skynsamlegu skipulagi.