138. löggjafarþing — 33. fundur,  27. nóv. 2009.

ræðutími í óundirbúnum fyrirspurnum o.fl.

[11:36]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Virðulegi forseti. Það er ágætt að hæstv. samgönguráðherra fylgist vel með samkvæmislífi Sjálfstæðisflokksins. Ég vissi ekki að það væri miðstjórnarfundur. Hér eru tíu sjálfstæðismenn á mælendaskrá þannig að það er ekki fælni við að fara upp í ræðustól sem hrjáir menn. (Gripið fram í.) Og hvað ætli séu margir samfylkingarmenn á mælendaskrá, af því að hæstv. samgönguráðherra kemur úr þeim flokki? Ætli það séu ekki 0, enginn. Hvað ætli hafi komið margir samfylkingarmenn upp í andsvör? Það eru eitthvað sárafáir. Samfylkingin kærir sig ekki um að ræða þetta mál og það er ómerkilegur útúrsnúningur að einhver tveggja klukkutíma miðstjórnarfundur, sem mér skilst að sé í hádeginu, gefi til kynna að við viljum ekki taka þátt í þessari umræðu.