138. löggjafarþing — 33. fundur,  27. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[12:17]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er svo sem ekkert sérstaklega bjartsýnn á það og leiðarvísirinn er ekkert sérstaklega góður að líta yfir þingsalinn. Einn stjórnarliði er í þingsalnum en það er virðulegur forseti og hún er hér vegna þess að hún neyðist til þess.

Hvort meiri hlutinn vill taka í útrétta sáttarhönd, það er með það eins og hvort við getum borgað, ég veit það ekki. Aftur á móti held ég að það sé það eina skynsamlega í stöðunni en það er ekki allt skynsamlegt sem er gert núna. Verið er að gera alls konar hluti sem eru í eðli sínu og í grunninn óskynsamlegir og munu koma okkur illa til framtíðar. Fyrir mig sem nýjan þingmann er mjög sorglegt að horfa upp á að teknar séu vitlausar og rangar ákvarðanir og menn verji þær með byssukjöftum og taki ekki rökum út af því hvað …

(Forseti hringir.) Eru ekki 22 sekúndur eftir? Er klukkan vitlaus?

(Forseti (ÞBack): Nei, hún er rétt núna. Hún var vitlaus en er orðin rétt þannig að það eru komnar 27 sekúndur fram yfir.)

Já, já, þannig að ég veit það ekki.