138. löggjafarþing — 33. fundur,  27. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[14:23]
Horfa

Ólöf Nordal (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég held að nauðsynlegt sé fyrir hæstv. forseta að auglýsa eftir formanni og varaformanni fjárlaganefndar. Hér í dag er löng mælendaskrá, m.a. eiga fulltrúar í fjárlaganefnd eftir að tala. Ég mun halda ræðu mína síðar í dag og það er óumflýjanlegt að forsvarsmenn hv. fjárlaganefndar séu viðstaddir þegar ég held ræðu mína vegna þess að ég þarf að spyrja þá ýmissa spurninga varðandi það starf sem fram fór í fjárlaganefnd í aðdraganda þess að þetta mál var tekið út.

Ég óska því eftir því við hæstv. forseta að hún geri ráðstafanir til þess að þessir hv. alþingismenn hraði sér hingað niður á þing og taki þátt í umræðum um þetta afdrifaríka mál sem Icesave-málið er fyrir Íslendinga um margra áratuga skeið. (BJJ: Þetta er alveg fáheyrt!) (SER: Alveg örugglega.)