138. löggjafarþing — 33. fundur,  27. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[16:05]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Það er rétt að þakka hv. þm. Árna Þór Sigurðssyni fyrir að koma hér í ræðustól. Ræðumenn úr hópi Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs hafa verið sjaldséðir. Einn eða tveir hafa dottið inn í umræður um fundarstjórn forseta en enginn tekið til máls um málið sjálft síðan umræðan hófst á fimmtudaginn í síðustu viku. (Gripið fram í.) Fyrir utan hæstv. fjármálaráðherra sem hefur farið í nokkur andsvör hefur enginn úr þingflokki Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs tekið til máls nema hv. þm. Björn Valur Gíslason sem talaði hér fyrir viku. Í millitíðinni hefur ótalmargt komið fram í málinu, ótalmargt sem ég held að ýmsir í hópi þingmanna Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs hefðu annaðhvort ástæðu (Forseti hringir.) til að mótmæla eða taka undir. (Gripið fram í.)

Hvað veldur því að (Forseti hringir.) hv. þingmenn Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs þora ekki í ræðustól nema til þess (Forseti hringir.) að ræða fundarstjórn forseta? (Gripið fram í: Það er spurning ...)