138. löggjafarþing — 34. fundur,  28. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[12:25]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Það var annað mál varðandi fundarstjórn eða ábending til forseta. Á morgun er fyrsti sunnudagur í aðventu og boðuð eru mótmæli í dag — man nú ekki alveg hvenær, klukkan þrjú að ég held — vegna umræðuefnisins sem hér er. Ekki hefur enn verið fjallað um það hvenær ætlað er að þingfundi ljúki í dag þannig að ég vil koma því á framfæri að það væri ágætt að fá upplýsingar um það hjá þeim sem stjórna þinginu hvort hugmyndin sé sú að vera lengi hér í dag, ekki síst í ljósi þess að fram undan er þessi sunnudagur sem margir horfa nú til með gleði í hjarta.