138. löggjafarþing — 34. fundur,  28. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[12:26]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Eins og kannski hefur sést á undanförnum dögum hefur stundum fjölgað á mælendaskrá og ástæða hefur verið til að spyrja frekar út í þær ræður sem haldnar hafa verið. Það væri því ágætt að fá það á hreint hvort ætlunin sé að funda til þess að fá einhverja ákveðna tímasetningu á því hvenær fundi eigi að ljúka. Ég spyr líka hvort ætlunin sé að vera með fund á meðan á mótmælunum á Austurvelli stendur eða hvort gert verði hlé þá. Ég hef líka mikinn áhuga á að heyra frá virðulegum forseta hvenær ætlunin sé að taka matarhlé svo að hægt sé að fá eitthvert yfirlit yfir skipulag dagsins í dag. Miðað við greinargóð svör forseta hingað til vænti ég þess að hún geti svarað þessum spurningum líka.