138. löggjafarþing — 34. fundur,  28. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[12:58]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Já, það er alveg hárrétt, ég er ekki mjög áhugasöm um vinstri stjórnir og það segir ég einfaldlega af biturri reynslu. Ég er náttúrlega töluvert eldri en hv. þingmaður og hef því miður upplifað áður vinstri stjórnir með hörmulegum afleiðingum fyrir þjóðarbúið til lengri tíma litið. Það erum við að upplifa aftur á innan við ári. Ég held að það sé Íslandsmet hjá einni ríkisstjórn hvernig henni hefur tekist að klúðra málum. Við vitum vel að það eru erfiðir tímar en það virðist vera að hún taki alltaf ranga beygju, (Gripið fram í.) reyndar alltaf vinstri beygjur, en það virðist alltaf vera þannig að hún velji vitlausu leiðina, sama hversu miklar ábendingar og ráðleggingar menn láta hana fá af heilindum. Það er ekki þannig, og allra síst í þessu máli, að við viljum koma ríkisstjórninni frá, við viljum koma þessu máli frá en ekki ríkisstjórninni endilega út af Icesave-málinu.

Já, ég held að þetta sé alveg hárrétt, Samfylkingin vill fara í ESB, Vinstri grænir gera allt til að halda (Forseti hringir.) vinstri stjórninni. Þess vegna er þetta að verða dýrkeypt ríkisstjórn.