138. löggjafarþing — 34. fundur,  28. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[13:17]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Það er kannski allt í lagi að við ræðum þetta mikla og alvarlega mál á laugardegi en mér finnst það fulllangt gengið. En ef þingmenn eiga ekki að fá að borða þess utan líst mér illa á það. Við höfum verið hér frá því klukkan hálfellefu í morgun að fylgjast með umræðu. Mér finnst það ansi erfitt og slæmt í stöðunni ef stjórnarmeirihlutinn og frú forseti ætla að svelta þingmenn til hlýðni.