138. löggjafarþing — 34. fundur,  28. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[13:20]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Mér þætti vænt um að fá að vita hvenær þú hyggst halda fund með okkur þingflokksformönnum til þess að fá einhverja línu um það hvernig dagskráin verður hér í dag. Mér finnst stórmerkilegt að ekki eigi að vera stutt matarhlé svo að við getum brugðið okkur frá í mat. Það má ekki taka t.d. kaffi eða mat hérna inn í þingsalinn, maður getur kannski mótmælt með því, ég veit það ekki.

Ég skora á forseta okkar allra, æruverðugan, að sýna smámildi og hafa smámatarhlé eða alla vega í það minnsta eiga fund með okkur þingflokksformönnum til þess að fara yfir hvernig við ætlum að hafa dagskrána í dag.