138. löggjafarþing — 34. fundur,  28. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[13:25]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég verð reyndar að segja það hæstv. forseta til málsbóta að hún hefur enn ekki með formlegum hætti lýst því yfir að ekki verði gert matarhlé. Hún hefur því full tök á að boða til þess án þess að ganga í berhögg við það sem hún hefur áður sagt og ég skora á hana að gera það.

Aðalatriði málsins er kannski það sem ég spurði um hér áðan sem varðar það hvaða áform forseti hefur um framhald funda í dag. Það gerist stundum að við fundum á laugardegi í desember en það er óvenjulegt í nóvember. Hv. þingmenn og hæstv. ráðherrar hafa sumir gert aðrar ráðstafanir, eins og m.a. má sjá á ráðherrabekkjunum, og því skiptir það máli fyrir okkur að fá einhverja meginlínu í það frá hæstv. forseta hversu lengi (Forseti hringir.) hún hyggst halda áfram störfum hér í dag.