138. löggjafarþing — 34. fundur,  28. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[17:20]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil alla vega byrja á því að þakka þeim ráðherrum sem sitja hérna í dag, eins og hæstv. heilbrigðisráðherra Álfheiði Ingadóttur, hæstv. utanríkisráðherra Össuri Skarphéðinssyni og hæstv. fjármálaráðherra sem hefur setið með okkur meira og minna í gegnum þessa umræðu. En ég hefði hins vegar mikinn áhuga á að vita hvort hæstv. forseti sé búinn að fá á hreint hvað „enn um sinn“ þýðir í hans orðaforða, við mundum gjarnan vilja fá skýringu á því. Við höfum margóskað eftir því að fram kæmu upplýsingar um hversu lengi ætlunin er að fundir standi hérna á laugardegi. Klukkan er að verða hálfsex og við erum búin að funda, eins og hæstv. forseti veit ágætlega, frá hálfellefu og það skiptir máli fyrir okkur sem eigum fjölskyldu, sem ég held að eigi við um flesta þingmenn þó að við höfum séð lítið af þeim hingað til, þannig að við gætum alla vega gert ráðstafanir varðandi kvöldið.