138. löggjafarþing — 34. fundur,  28. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[18:56]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég kem upp til að biðja forseta að halda því til haga að stjórnarandstaðan hefur gert stjórnarflokkunum ákveðið tilboð með hvernig hægt er að haga umræðum til að við komum málum áfram sem eru brýn þannig að þau geti farið til nefndar í vinnu. Framlag okkar er að þetta mál verði sett aðeins til hliðar meðan önnur mikilvæg mál eru rædd. Síðan tökum við málið aftur og ræðum það til hlítar.

Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir okkur öll að hafa það í huga að eftir því sem þingmenn, alla vega almennir, vita þá er minni pressa á málinu en áður hefur verið á þessu þingi og síðasta. Því er ósköp eðlilegt að spyrja hvers vegna í ósköpunum því er ekki tekið að koma með hin mikilvægu mál sem þarf að leysa mjög hratt.