138. löggjafarþing — 34. fundur,  28. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[19:45]
Horfa

Ólöf Nordal (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Með hliðsjón af 4. mgr. 10. gr. þingskapa um lengd fundartíma, vil ég gjarnan fá þær upplýsingar hjá hæstv. forseta hvenær var farið fram á beiðni um kvöldfund. Laugardagar eru ekki reglulegir þingfundadagar og það stendur í 4. mgr. 10. gr. hvernig fara eigi með þessa hluti. Mig rekur ekki minni til þess að hæstv. forseti hafi farið fram á kvöldfund. Það verður ekki gert nema formenn þingflokka samþykki það eða þingið greiði um það atkvæði. Hvenær í dag kom sú beiðni fram af hálfu hæstv. forseta?