138. löggjafarþing — 34. fundur,  28. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[19:54]
Horfa

Ólöf Nordal (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Mér þykir leitt hve útsýnið úr forsetastóli er orðið slæmt. Maður þarf að berja látlaust til að komast að til að ræða um fundarstjórn forseta. Ég held að það sé óhjákvæmilegt að gera stutt hlé á þessum fundi til að ræða það hvers konar framkoma þetta er gagnvart þingsköpum Alþingis. Auðvitað er það ekki í samræmi við þingsköp Alþingis að á óreglulegum þingfundardegi sé hægt að hafa fund allan sólarhringinn. Hvernig dettur mönnum í hug að þetta sé andi laganna? Hvernig dettur mönnum í hug að þingsköpin séu hugsuð svona? Hvers konar útúrsnúningur er þetta á þingsköpum Alþingis Íslendinga? Ég mótmæli harðlega þessari fáránlegu túlkun hæstv. forseta og ég held að það væri bót í máli að hún gerði stutt hlé núna til að fara yfir þessa hluti.