138. löggjafarþing — 34. fundur,  28. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[20:48]
Horfa

Jón Gunnarsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það er ljúft að drottna, en vald er vandmeðfarið. Hér er búið að færa mjög gild rök fyrir þeim ágreiningi sem er af hálfu stjórnarandstöðunnar við þennan þingfund. Það er búið að fara yfir lögskýringar um þau lög sem gilda um þingfundi og það er ekkert í þeim að finna annað en að allt bendi til þess að þessi fundur sé ólöglegur. Hv. þm. Árni Þór Sigurðsson segist styðja ákvörðun forseta. En hver var rökstuðningur hans með málinu og hver er rökstuðningur virðulegs forseta í þessu máli? Hann er sá að starfsmenn þingsins (Forseti hringir.) hafi í morgun gefið henni þessar skýringar.

Virðulegur forseti. Ég hvet þig til að endurskoða þessa ákvörðun þína og reyna (Forseti hringir.) að halda virðingu þingsins (Forseti hringir.) og virðingu embættis þíns, virðulegi forseti, (Forseti hringir.) halda virðingu þingsins og virðugleika embættisins.