138. löggjafarþing — 35. fundur,  30. nóv. 2009.

tilhögun þingfundar.

[10:32]
Horfa

Þór Saari (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég hef verið fjarri góðu gamni í þrjá daga en ég hef fylgst með störfum úr fjarlægð á hv. Alþingi Íslendinga. Ég verð að segja sem er að mér hafa ekki fundist störfin til sóma eða skipulagið á vinnunni. Eðlilega deila þing um ýmis mál og er ekkert við það að athuga en það þarf hins vegar að vera reiða á óreiðunni og það þarf að vera skipulag á hlutunum. Það skipulag sem hefur viðgengist við þingfundi undanfarna daga hefur að mínu mati verið til háborinnar skammar fyrir Alþingi sem stofnun. Það er forseti þingsins sem ber ábyrgð á því. Mig langar einfaldlega að skora á hæstv. forseta Alþingis að beita sér fyrir því og gera gangskör að því að skipulag á þingstörfum verði betra en verið hefur undanfarna daga.