138. löggjafarþing — 35. fundur,  30. nóv. 2009.

tilhögun þingfundar.

[10:36]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég styð að það fari fram atkvæðagreiðsla um að heimila fund í kvöld og jafnvel fram í nóttina ef tilefni verður til. Það eru mjög mikilvæg og brýn mál sem bíða afgreiðslu þingsins og við vissum það öll þegar kosið var til þings í apríl sl. að mjög brýn verkefni biðu okkar á næstu missirum og þinghaldið að undanförnu ber þess að sjálfsögðu merki. Ég tel að það sé mikilvægt og ég tek undir að mikilvægt sé að það sé skipulag á þingstörfunum. Þess vegna er mikilvægt að við vitum það strax í upphafi þessa dags að það verði fundur fram á kvöld, fram á kvöld og jafnvel fram á nótt ef ástæða er til. Ég hvet menn að sjálfsögðu til þess að ræða þau mikilvægu og brýnu mál sem eru á dagskrá. Þau mega ekki bíða, ekkert þeirra mála sem hér eru á dagskrá. Það er mikilvægt að við höldum umræðunni áfram um þau og menn beini máli sínu í ræðustól að þeim brýnu verkefnum en ekki öðrum sem hafa minna gildi.