138. löggjafarþing — 35. fundur,  30. nóv. 2009.

úrskurður vegna Vestfjarðavegar.

[11:13]
Horfa

umhverfisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Frú forseti. Það er náttúrlega vandræðalegt að hv. þingmaður skuli nota þetta orðfæri um lög um mat á umhverfisáhrifum, það heiti að bregða fæti fyrir framkvæmdir. (Gripið fram í.) (Gripið fram í.) Þannig er að niðurstaða ráðuneytisins sem hér er, staðfesting ákvörðunar Skipulagsstofnunar frá 27. maí, kemur of seint, það er rétt. Það er áhyggjuefni að komið hafa töluvert margar athugasemdir frá umboðsmanni Alþingis og fleiri aðilum varðandi afgreiðslutíma mála í umhverfisráðuneytinu og það er verið að taka á því sérstaklega. Ég þakka þingmanninum fyrir að standa vaktina með mér í því.